Hvað er Key Habits?
Brynjar Karl stofnaði Key Habits árið 2010. Þá hafði hann þróað og starfað við Sideline Sports frá árinu 1999, kerfi sem sérhæfir sig í gæðastjórnun þjálfunar fyrir afreksíþróttafólks á heimsvísu.

Eftir að hafa unnið með færustu þjálfurum veraldar og náð gríðarlegum árangri hjá stærstu íþróttaliðum heims í deildum á borð við NBA, NFL og English Premier League vildi hann að fleiri fengju að njóta.

Úr varð Key Habits – kerfið sem hámarkar lífsfyllingu og tilgang í leik og starfi en byggir einnig á fyrrgreindum árangri Sideline Sports þar sem krafan um aukna framlegð alger – aðlagað að atvinnu og daglegu lífi okkar allra.

Key Habits er fyrir fólk sem er staðráðið í ná árangri og markmiðum kerfisbundið og örugglega, hvort sem um er að ræða stjórnendur, kennara, þjálfara, foreldra, afreksfólk í íþróttum eða venjulegt fólk með eðlilegan metnað og mannlegar langanir. Takmarkið er persónubundið og undir þér komið, betri leiðtoga- og stjórnendafærni, meiri afköst og athygli, úrvinnsla áfalla og erfiðleika, aukin sjálfsþekking eða bætt dagleg líðan.

Fyrirtæki á borð við Alcoa, Actavis, KPMG, Skeljung, Arion banka ásamt mörgum fleirum hafa nýtt sér þjálfun Key Habits.

Key Habits er ...

• verkfæri fyrir fólk sem vill ná betri árangri í því sem það gerir
• grunnþjálfun sem öll önnur sérhæfing byggir á
• þjálfaraskóli fyrir stjórnendur, foreldra og aðra þjálfara – okkur öll

Þetta segja þau um Key Habits:
Guðmundur H. Pálsson
Framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.
„Key Habits er frábrugðið öllu öðru sem ég hef séð.“
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Skólastjóri Ísaksskóla
„Key Habits hefur eflt mig sem stjórnanda. Betri hjálp við það að byggja upp liðsheild hef ég ekki fengið.“
Heimir Hallgrímsson
Landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu
„Ég mæli hiklaust með Key Habits.“
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Eigandi DMC Incentive Travel
''Ef þú virkilega vilt verða betri þá er þetta aðferðafræðin."
Vilhjálmur Matthíasson
Framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar
''Key Habits fær mann til að fókusa og horfa á það sem skiptir mestu máli''
Rakel Guðmundsdóttir
Sérfræðingur Alfa Framtak
"Sem stjórnandi upplifi ég alvöru áskoranir í starfi sem reyna á tilfinningafærni mína við að takast á við sjálfa mig og fólkið mitt í krefjandi ástæðum. Key Habits er mín leið til að sigrast á þessum áskorunum."
Kent Johnston
Þjálfari San Diego Chargers - NFL
„Key Habits is the gift that keeps on giving.“
Jóhannes Kolbeinsson
Framkvæmdastjóri PAYSTRA
„Það að hver og einn vinni í sjálfum sér gerir okkur að betri heild.“
Örn Guðmundsson
Forstjóri Mannvit hf
"Brynjar setur nýtt viðmið með sínum námskeiðum og kennir þátttakendum að lyfta sínum markmiðum og venjum á mun hærra plan en áður.''
Skeifunni 19   /   108 Reykjavík   /   keyhabits@keyhabits.is   /   511 4488