Öll þjálfun Key Habits er byggð á einni og sömu hugmyndafræði. Námskeið Key Habits eru þrepaskipt. Allir iðkendur fara í gegnum sömu grunnþjálfun og geta svo valið um hversu langt þeir vilja fara í áframhaldandi þjálfun.

Grunnþjálfun Key Habits er 18 mánuðir, 3 mánuðir fara í markmiðastjórnun sem kölluð er innleiðing og 15 mánuðir fara í hugarþjálfun. Eftir að grunnþjálfun líkur býðst iðkendum áframhaldandi þjálfun.

Að auki býður Key Habits upp á fyrirtækjalausnir þar sem stjórnendur og starfsfólk fá tækifæri til þess að tengja þjálfunina nákvæmar við áskoranir í starfi.

Einstaklingsþjálfun
18 mánuðir

Key Habits markmiðastjórnun – PGM innleiðing

3 mánuðir 

Markviss og áhrifarík tækni í markmiðastjórnun sem unnin er í sérhönnuðum hugbúnaði Key Habits.

Key Habits hugarþjálfun – MT Personal Development

15 mánuðir

Grunnnámskeið í hugarþjálfun Key Habits. Unnið er með þá huglægu þætti árangurs sem snúa að einstaklingnum sjálfum.

Að auki:

Key Habits hugarþjálfun – MT Team Building & Peak Performance

12 mánuðir 

Framhaldsnámskeið í hugarþjálfun Key Habits. Hér er kafað dýpra í frammistöðuvísindin ásamt því sem sérstök áhersla er lögð á félagslegan árangur.

Fyrirtækjaþjálfun
Breytileg

Fyrirtækjaþjálfun getur verið af ýmsum toga, allt frá stuttum samstöðu- og hópstuðningstímum eða nokkurra vikna markmiðastjórnun til fullkominnar 16 mánaða þjálfunar, og allt þar á milli. Hér er mikil áhersla lögð á þörf hópsins og fyrirtækisins og stjórnendum því bent á að hafa samband áður en lagt er af stað til að fá ráðleggingar og verðtilboð.

Skeifunni 19   /   108 Reykjavík   /   keyhabits@keyhabits.is   /   511 4488