Brynjar Karl er stofnandi Key Habits. Hann er fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik og stofnandi Sideline Sports, fyrirtækis sem sérhæfir sig í gæðastjórnun fyrir atvinnulið og þjálfara.
Brynjar nam sálfræði hjá UAM í Bandaríkjunum og í framhaldi af því starfaði hann sem ráðgjafi fyrir þjálfara atvinnumannaliða í stærstu íþróttadeildum vestanhafs, til að mynda NBA og NFL, en einnig hérna megin hafsins hjá English Premier League í Englandi.

Brynjar Karl býr til kennsluefni í tækni, styrkarþjálfun sem og leikfræði í körfubolta fyrir alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA).

2004 stofnaði Brynjar Karl FSu körfu, fyrstu íþróttaakademíu í menntaskóla á íslandi. FSu karfa varð í kjölfarið yngsta félagið í sögunni, og með yngsta leikmannahópinn, til þess að spila í úrvaldsdeild í boltagrein á Íslandi.


Þjálfunaraðferðir Brynjars hafa vöktu athygli á landsvísu þegar hann byrjaði að þjálfa 8 ára stúlknalið í körfubolta árið 2014. Ennfremur, vakti verkefnið áhuga kvikmyndagerðamanna sem fylgdu Brynjari og stelpunum í 6 ár áður en heimildamyndin, Hækkum rána, var frumsýnd í ársbyrjun 2021.


Brynjar er afar reyndur fyrirlesari og námskeiðahaldari. Hann sérhæfir sig í persónulegri markmiðastjórnun og aukinni tilfinningagreind og á stóran þátt í þeirri vakningu sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu ár.
Skeifunni 19   /   108 Reykjavík   /   keyhabits@keyhabits.is   /   511 4488