Brynjar nam sálfræði hjá UAM í Bandaríkjunum og í framhaldi af því starfaði hann sem ráðgjafi fyrir þjálfara atvinnumannaliða í stærstu íþróttadeildum vestanhafs, til að mynda NBA og NFL, en einnig hérna megin hafsins hjá English Premier League í Englandi.
Brynjar Karl býr til kennsluefni í tækni, styrkarþjálfun sem og leikfræði í körfubolta fyrir alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA).
2004 stofnaði Brynjar Karl FSu körfu, fyrstu íþróttaakademíu í menntaskóla á íslandi. FSu karfa varð í kjölfarið yngsta félagið í sögunni, og með yngsta leikmannahópinn, til þess að spila í úrvaldsdeild í boltagrein á Íslandi.
Brynjar er afar reyndur fyrirlesari og námskeiðahaldari. Hann sérhæfir sig í persónulegri markmiðastjórnun og aukinni tilfinningagreind og á stóran þátt í þeirri vakningu sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu ár.